Forvarnardagurinn: Ekkert um ykkur án ykkar

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, er meðal þeirra sem munu flytja …
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, er meðal þeirra sem munu flytja erindi á fundinum. mbl.is/Eyþór Árnason

Forvarnardagurinn 2024 er haldinn í dag í 19. sinn með málþingi í Ingunnarskóla. Á forvarnardaginn er sjónum beint sérstaklega að ungmennum í 9. bekk grunnskóla og á fyrsta ári í framhaldsskóla.

Meðal þeirra sem munu flytja erindi á málþinginu í dag, sem hefst klukkan 10:00, eru Halla Tómasdóttir forseti og Alma Möller landlæknir 

Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:

  • Skólastjóri býður gesti velkomna
  • Fundarstjórn – Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri lýðheilsusviðs Embættis landlæknis

Til máls taka:

  • Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir
  • Landlæknir, Alma D. Möller
  • Formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson
  • Margrét Lilja Guðmundsdóttir, þekkingarstjóri hjá Planet Youth: Ekkert um ykkur án ykkar
  • Rödd ungmenna: Ernir Daði Arnbergz Sigurðsson og Karen Hulda Finnsdóttir fulltrúar úr ungmennaráði UMFÍ

Embætti landlæknis fer með verkefnastjórn Forvarnardagsins og samstarfsaðilar eru embætti forseta Íslands, Reykjavíkurborg, Rannsóknir og greining, Planet Youth, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Samfés, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samstarf félagasamtaka í forvörnum, Bandalag íslenskra skáta, Ríkislögreglustjóri og Heimili og skóli.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert