Forvarnardagurinn 2024 er haldinn í dag í 19. sinn með málþingi í Ingunnarskóla. Á forvarnardaginn er sjónum beint sérstaklega að ungmennum í 9. bekk grunnskóla og á fyrsta ári í framhaldsskóla.
Meðal þeirra sem munu flytja erindi á málþinginu í dag, sem hefst klukkan 10:00, eru Halla Tómasdóttir forseti og Alma Möller landlæknir
Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:
Til máls taka:
Embætti landlæknis fer með verkefnastjórn Forvarnardagsins og samstarfsaðilar eru embætti forseta Íslands, Reykjavíkurborg, Rannsóknir og greining, Planet Youth, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Samfés, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samstarf félagasamtaka í forvörnum, Bandalag íslenskra skáta, Ríkislögreglustjóri og Heimili og skóli.