Handtekinn eftir líkamsárás

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu eftir að tilkynnt var um líkamsárás í hverfi 111 í Breiðholti.

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í hverfi 103 í Reykjavík og var málið afgreitt á vettvangi.

Grunaður um eignarspjöll

Karlmaður var handtekinn í annarlegu ástandi í hverfi 104 í Reykjavík grunaður um eignarspjöll. Hann gistir fangageymslu, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Alls eru 39 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu.

Farþeginn með fíkniefni 

Ökumaður var stöðvaður við almennt eftirlit í miðbæ Kópavogs. Í ljós kom að konan var réttindalaus og reyndist farþeginn í bifreiðinni vera með meint fíkniefni á sér. Þau voru látin laus að loknum afskiptum.

Ökumaður var stöðvaður í Árbænum grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bifreiðinni fundust meint fíkniefni og var ökumaðurinn vistaður í fangageymslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert