Margir sólardagar næstu tvær vikur

„Með þessu verða ríkjandi norðaustanáttir sem eru yfirleitt sólríkar á …
„Með þessu verða ríkjandi norðaustanáttir sem eru yfirleitt sólríkar á Suðvesturlandi,“ segir Einar. mbl.is/Kristinn

Vegna fyrirstöðuhæðar má búast við mörgum sólardögum á höfuðborgarsvæðinu næstu tvær vikurnar.

„Með þessu verða ríkjandi norðaustanáttir sem eru yfirleitt sólríkar á Suðvesturlandi,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og nefnir að fyrirstöðuhæðir haldi lægðum og slagviðri í burtu.

„Þær fara eitthvert annað á meðan,“ bætir hann við.

Einar Sveinbjörnsson.
Einar Sveinbjörnsson. mbl.is/Sigurður Bogi

„Fyrirstöðuhæðin yfir Grænlandi og vestur af Grænlandi gerir það líka að verkum að það verður fremur svalt. Það verður ágætlega hlýtt í sólinni á daginn en svo förum við að sjá að það verður næturfrost,“ greinir hann frá og nefnir að bæði Blika og Veðurstofan spái næturfrosti í kringum næstu helgi. Upp frá því haldi það áfram.

Einar segir suma hafa spáð því að þetta veður verði ríkjandi út október. Sjálfur vill hann ekki slá því föstu. Að minnsta kosti verði það svona næstu tvær vikurnar.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert