Hvorki raunhæft né skynsamlegt

Hvassahraun.
Hvassahraun.

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir hvorki raunhæft né skynsamlegt að forgangsraða innviðauppbyggingu núna með því að setja hundruð milljarða í nýjan flugvöll í Hvassahrauni.

„Við vitum að það þarf að styrkja vegakerfið verulega, heilbrigðiskerfið, löggæsluna og margt fleira og ég held að við ættum að horfa á þá þætti áður en við förum að fjárfesta í nýjum flugvelli þar sem við erum með fjóra fyrir og þarf ekki að kosta svo miklu til að styrkja þá enn frekar,“ segir Bogi Nils.

Nú er komið nóg

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir blasa við að virkt eldfjallasvæði sé ekki ákjósanlegur nágranni flugvallar.

„Ég tel að nú sé komið nóg og nú ættu menn að setja þessar vangaveltur varanlega upp í hillu og taka til við það verkefni að styrkja og verja flugvöllinn í Vatnsmýri sem virkar vel sem miðstöð innanlandsflugsins og varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll og hætta að eyða skattpeningum almennings í óþarfa.“

Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að þótt ákvörðun hafi verið tekin um að halda áfram þá sé lykilspurning hvort einhver innviðafjárfestingasjóður myndi leggja þessu verkefni lið.

„Ég held að svarið blasi við. Enginn ábyrgur stjórnandi fjármuna mun leggja verkefninu til þá milljarða sem þarf til.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert