Siglir Gnarr á Herjólfi inn í pólitíkina?

Jón Gnarr hyggst hasla sér völl í landsmálunum og forystufólk Viðreisnar hefur tekið á móti honum eins og um týnda soninn sé að ræða. Einhverjum kom á óvart að Jón skyldi velja Viðreisn sem sinn pólitíska vettvang en aðrir segja það hafa legið í augum uppi.

Bætti við sig einum manni

Á sama tíma og Jón tilkynnir um þátttöku sína í starfi Viðreisnar er flokkurinn að mælast með yfir 10% í könnunum Gallups og hefur hagur flokksins vænkast talsvert miðað við mælingar síðustu ára.

Samkvæmt nýjustu mælingu Gallup myndi flokkurinn ná sex mönnum á þing og bæta þar með við sig einu þingsæti.

En hvað hyggst Jón gera fyrir land og þjóð, fái hann stuðning til þess að taka sæti á Alþingi Íslendinga? Allt um það í Spursmálum á morgun.

Áslaug Hulda Jónsdóttir og sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson munu fara …
Áslaug Hulda Jónsdóttir og sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson munu fara yfir fréttir vikunnar. Jón Gnarr mætir einnig á vettvang. Nú er hann kominn í pólitíkina á nýjan leik. mbl.is/samsett mynd

Fréttir af fólksflutningum og öðru tíðindamiklu

Og það eru fleiri góðir gestir væntanlegir á vettvang. Áslaug Hulda Jónsdóttir hefur marga fjöruna sopið í pólitíkinni en í dag er hún aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra. Hún tekur stöðuna á fréttum vikunnar ásamt sr. Ólafi Jóhanni Borgþórssyni, einhverjum vinsælasta sóknarpresti Þjóðkirkjunnar. 

Öllum að óvörum hefur hann ákveðið að halda heim, út í Eyjar, og ekki til þess að taka við kjóli og kalli, heldur til þess að stýra rekstri Herjólfs. Kirkjunni er gjarnan líkt við stórt og mikið skip - en enginn prestur hefur stýrt jafn stóru skipi og einmitt þessu hin síðari ár.

Fylgist með Spursmálum á morgun. Þau fara í loftið á slaginu 14.00 á mbl.is og verða í kjölfarið einnig aðgengileg á Spotify, Youtube og öðrum helstu efnisveitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert