Vatnsleki í kjallara í Breiðholti

Tvær stöðvar voru sendar í Breiðholtið.
Tvær stöðvar voru sendar í Breiðholtið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vatnsleki varð í kjallara íbúðarhúss í Maríubakka í Breiðholti í morgun. Tvær stöðvar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fóru í útkall vegna lekans um hálfellefuleytið.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór vatnsinntak í kjallaranum og fylltist þar herbergi til hálfs af vatni. Einnig barst vatn út á gang og í geymslu.

Búið er að loka fyrir inntakið og er slökkviliðið í frágangsvinnu.

Spurður segist varðstjórinn ekki hafa upplýsingar um umfang tjónsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert