Veikustu hlekkirnir þoldu ekki álagið

Veikustu hlekkirnir þoldu ekki álagið.
Veikustu hlekkirnir þoldu ekki álagið. mbl.is/Þorsteinn

Veikustu hlekkirnir í byggðalínunni þoldu ekki álagið þegar álver Norðuráls á Grundartanga leysti út á miðvikudag.

Af þeim sökum urðu miklar rafmagnstruflanir á Norður- og Austurlandi.

Á annað hundrað tilkynninga höfðu borist Rarik í gær vegna tjóns og eru dæmi um að tjónið nemi tugum milljóna króna á einhverjum stöðum. Heimilistæki, tölvur og hleðslutæki eru meðal þess sem eyðilagðist.

Flestar tilkynningar hafa borist úr Mývatnssveit þar sem ekki varð útleysing svo höggið í kerfinu barst alla leið til viðskiptavina á svæðinu. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert