Fjölnir fer fram gegn sitjandi varaformanni BSRB

Samkvæmt heimildum mbl.is er búið að smala á fundinn.
Samkvæmt heimildum mbl.is er búið að smala á fundinn. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjölnir Sæmundsson, formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, gefur kost á sér í 1. varaformann BSRB. Fer hann fram gegn Þórarni Eyfjörð, formanni Sameykis og sitjandi 1. varaformanni BSRB. 

Kosningar fara fram klukkan 14 samkvæmt dagskrá þings BSRB og samkvæmt heimildum mbl.is þá er talsverður hiti í mannskapnum á fundinum og hefur verið eitthvað um smölun. 

Sameyki er stærsta félagið innan vébanda BSRB. 

Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert