Gul viðvörun á Suðausturlandi

Viðvörunin tekur gildi klukkan 11.
Viðvörunin tekur gildi klukkan 11. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun tekur gildi á Suðausturlandi klukkan 11 í dag vegna norðaustan hvassviðris eða storms og verður hún í gildi til klukkan 23 í kvöld.

Spáð er norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu, hvassast í Öræfum og verða hviður staðbundið yfir 35 m/s. Ferðaveður er varasamt.

Spáin fyrir landið er annars þannig að það verða norðaustan 8-15 m/s en 18-23 m/s við suðausturströndina. Skýjað verður og lítilsháttar væta norðan- og austanlands, en yfirleitt léttskýjað á Suður- og Vesturlandi.

Dregur úr vindi í nótt og á morgun verða norðaustan 5-13 m/s, en heldur hvassara suðaustantil.

Hiti verður á bilinu 1 til 10 stig að deginum, mildast suðvestantil.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert