Hátíðnihljóð virkar ekki á moskítóflugur eða lúsmý

Ýmis ráð eru til að halda flugum fjarri, en eitt …
Ýmis ráð eru til að halda flugum fjarri, en eitt þeirra virðist með öllu vera gagnslaust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tæki sem framkalla hátíðnihljóð eru gagnslaus við að halda bítandi skordýrum frá mönnum og dýrum segir Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í líffræði við Háskóla Íslands, í grein sem hann hefur skrifað fyrir Vísindavef HÍ.

Fyrirtæki hafa í gegnum tíðina auglýst það sem kost tækja sem framkalla hátíðnihljóð að þau geti fælt frá lúsmý, moskítóflugur eða aðrar mýflugur.

Fyrir vikið standa margir í þeirri trú að slík tæki geti virkað sem forvörn gegn bítandi skordýrum.

Gísli segir lúsmý, moskítóflugur og aðrar mýflugur vera skordýr með heyrn. Engu að síður segir hann fjöldann allan af rannsóknum hafa sýnt fram á að hátíðnihljóð fæli ekki frá moskítóflugur, sem sýni fram á að slíkir hljóðgjafar séu gagnlausir við að halda bítandi skordýrum frá mönnum og dýrum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka