Kólnar í veðri eftir helgi

Veður fer kólnandi.
Veður fer kólnandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víðáttumikil lægð suður í hafi og hæð yfir Grænlandi stýra veðrinu næstu daga. Það kólnar í veðri eftir helgi.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Norðaustlægri átt er spáð og verður allhvasst suðaustantil. Gera má ráð fyrir bjartviðri á Suður- og Vesturlandi en skýjað verður með köflum og stöku él fyrir austan.

Hiti verður á bilinu 1 til 9 stig. Þá kólnar smám saman í veðri eftir helgi.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert