Mótmælendur heftu för lögreglu í forgangsakstri

Fólkið gekk í veg fyrir lögreglu í forgangsakstri.
Fólkið gekk í veg fyrir lögreglu í forgangsakstri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fólk í mótmælagöngu gerði í því að stöðva för lögreglu sem var á leið í Hlíðarnar vegna áreksturs sem talinn var hafa verið harður.

Lögregla var send á vettvang með forgangi þar sem ekki var vitað um meiðsli, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

„[Á] leið á vettvang var fólk í mótmælagöngu, gekk fólkið í veg fyrir lögreglubifreiðina og gerði í því að stöðva för lögreglunnar,“ segir í dagbókinni.

Tekur lögregla fram að mikilvægt sé fyrir gangandi og akandi vegfarendur að virða lögreglu í forgangsakstri og að hefta ekki för þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka