Ályktun samþykkt: Stefna að kosningum í vor

Svandís Svavarsdóttir, formaður VG.
Svandís Svavarsdóttir, formaður VG. mbl.is/Ólafur Árdal

Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs samþykktu rétt í þessu ályktun á landsfundi flokksins um að stjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok og að stefna eigi að því að ganga til kosninga með vorinu.

Drög að ályktuninni kváðu á um að tímabært væri að horfa til þess að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. 

Ályktuninni var breytt á landsfundi flokksins í samráði við flutningsfólk áður en hún var samþykkt.

Í ályktuninni er talað um að til þess að stjórnarsamstarfið geti haldið áfram óbreytt þurfi að takast á við þau verkefni sem við blasi í þjóðfélaginu á félagslegum grunni.

Flutningsfólk ályktunarinnar, sem er að finna í heild sinni að neðan, voru þau Andrés Skúlason, Auður Alfífa Ketilsdóttir, Einar Ólafsson, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, Halla Gunnarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Saga Kjartansdóttir.

Fréttin var upppfærð klukkan: 15.47

Frá landsfundi VG.
Frá landsfundi VG. mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert