Bækur safnsins fást nú í bókaboxi

Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs, og Soffía Karlsdóttir forstöðumaður …
Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs, og Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála við Bókaboxið. Ljósmynd/Kópavogur

Notendum Bókasafns Kópavogs býðst nú nýstárleg leið við útlán og skil á bókum á safninu. Svokallað Bókabox hefur verið opnað í Vallakór 4 og mun það vera hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Boxið virkar eins og póstboxin sem hafa verið að spretta upp út um allt land á undanförnum árum þar sem hægt er að sækja pakka í box, segir Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs, í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Þar er þessari nýjung lýst sem einfaldri leið fyrir lánþega safnsins að nálgast nýjustu og vinsælustu bækurnar, en í boxinu verða alltaf tíu nýir titlar.

Jafnframt er hægt að skila lánsbókum í boxið og að taka frá bók og sækja hana í boxið. Segir í tilkynningu að bækurnar séu þá fráteknar á leitir.is og komið í Bókaboxið. Þar geta lestrarhestur nálgast bókina í fjóra sólarhringa eftir pöntun.

„Við erum fyrsta bókasafnið á Íslandi til að bjóða þessa viðbótarþjónustu við þá hefðbundnu þjónustu sem er á söfnunum sjálfum og erum við mjög spennt að heyra hvað lánþegum okkur finnst um þessa nýjung,“ segir Lísa.

Bókaboxið er að finna í Vallakór 4, í sama húsi og velferðarsvið Kópavogsbæjar og Krónan. Það er opið frá kl. 9-21 alla daga vikunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert