September var óvenjukaldur

Meðalhiti í Reykjavík í september var 6,9 stig.
Meðalhiti í Reykjavík í september var 6,9 stig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýliðinn september var óvenjukaldur um allt land. Á landsvísu hefur september ekki verið eins kaldur síðan 2005. Meðalhiti mánaðarins var undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og síðustu tíu ára á öllum veðurstöðvum. Á nokkrum stöðvum mældist lægsti meðal- og/eða lágmarkshiti sem mælst hefur í september.

Þetta kemur fram í tíðarfarsyfirliti Veðurstofu Íslands.

Loftþrýstingur var hár í mánuðinum og sólríkt var bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Meðalhiti í Reykjavík í september var 6,9 stig. Það er 1,7 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 1,8 stigum undir meðallagi undanfarins áratugar. Raðast mánuðurinn í 113. sæti af 154 mældum mánuðum.

Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert