Slagsmál í fjölbýlishúsi og í miðbænum

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Vínlandsleið sem annast verkefni í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ var kölluð til vegna slagsmála í fjölbýlishúsi.

Einn var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu vegna málsins.

Einnig var tilkynnt um slagsmál í miðbæ Reykjavíkur. Þar var einn sömuleiðis handtekinn á vettvangi grunaður um líkamsárás.

Þá voru þrír ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Einn ökumaður til viðbótar var tekinn grunaður um hraðakstur og akstur án réttinda, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Alls er 55 mál bókuð í kerfum lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert