Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku á heimili þeirra beggja á jóladag árið 2022. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa farið upp í rúm þar sem stúlkan svaf og káfað á henni utanklæða og innanklæða, en maðurinn hætti ekki fyrr en stúlkan stóð upp og gekk í burtu.
Auk þess sem þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar er farið fram á að hann greiði stúlkunni 2 milljónir í bætur í einkaréttarkröfu í málinu.
Málið er nú til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness.