Loka Hellisheiði vegna hálku

Staðan á Hellisheiði þessa stundina.
Staðan á Hellisheiði þessa stundina. Ljósmynd/Aðsend

Vegagerðin hefur lokað veginum um Hellisheiði á meðan verið er að hreinsa af honum snjó og hálkuverja. Bent er á hjáleið um Þrengslaveg en varað er við hálku á veginum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Í athugasemdum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands er varað við snjókomu á fjallvegum suðvestanlands.

Marcel de Vries, vaktaveðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að ekki sé búist við miklu frosti á næstu dögum en að hlýindi séu búin.

Hann segir að næstu dagar á Hellisheiði verði um eða undir frostmarki.

Spurður vildi hann ekki fullyrða að veturinn væri hafinn en að huga þyrfti að hálku.

„Þetta er tímabilið þar sem maður þarf að hugsa um hálku og þá sérstaklega á fjallvegum eins og Hellisheiði. Það tímabil er hafið.“

Veðurvefur mbl.is

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert