„Það er svolítið kalt akkúrat núna“

Frost verður á bilinu 5 til 8 stig á Norðausturlandi.
Frost verður á bilinu 5 til 8 stig á Norðausturlandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er svolítið kalt akkúrat núna,“ segir Marcel de Vries, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

„Það hlýnar aðeins næstu daga en ekki mikið. Það verður líka frekar kalt í nótt. Frost víða um land og fer í mínus 5 til mínus 8 gráður á Norðausturlandi.“

Segir hann að hitastigið fari aftur upp á morgun og verði á bilinu 0 til 5 stig á vestan- og sunnanverðu landinu. Kaldara verður fyrir norðan og austan.

Von á vætu

Í næstu viku kemur svo væta og fylgir henni heitt loft. Segir Marcel að veður verði örlítið hlýrra og þá sérstaklega fyrir sunnan. Á Norðurlandi verði hitastig nálægt frostmarki.

„Þar verður líka af og til dálítil snjókoma. En útlitið er að úrkomumagn muni aukast um miðja viku en það hlýnar samt þá. Þá erum við komin með 2-8 stig víða um land. Aðeins svalara á Vestfjörðum,“ segir Marcel að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert