Tónleikar og markaður í Garðabæ í dag

Frá hátíðinni á síðasta ári.
Frá hátíðinni á síðasta ári. Samsett mynd/mbl.is/Kristinn Magnússon

Listahátíðin Rökkvan er haldin í göngugötunni á Garðatorgi í Garðabæ í dag, laugardag, milli kl. 14 og 23.

„Tónlist verður í fyrirrúmi á hátíðinni en einnig munu gestir njóta listasýningar í Betrunarhúsinu og verður lista- og handverksmarkaður reistur á torginu,“ segir í kynningu viðburðarins.

KK, Jói Pé og GDRN

„Hátíðin nær hápunkti með tónleikum þar sem Kusk og Óviti, KK, Jói Pé og félagar og GDRN munu stíga á svið,“ segir þar einnig, en þess má geta að tónleikarnir hefjast kl. 19.30.

Aðgangur á Rökkvuna er ókeypis en hátíðin er á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar.

Hér má sjá allar nánari upplýsingar um dagskrána.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert