Misbrestur varð á neyðarmóttöku

Konan leitaði á neyðarmóttökuna en var sagt að koma seinna. …
Konan leitaði á neyðarmóttökuna en var sagt að koma seinna. . mbl.is/Eggert Jóhannesson

Misbrestur átti sér stað þegar konan sem kærði Albert Guðmundsson fótboltamann fyrir að brjóta á sér kynferðislega leitaði þjónustu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala, að sögn Anne Maríu Steinþórsdóttur verkefnastjóra neyðarmóttökunnar.

Konan leitaði til neyðarmóttöku Landspítala mánudaginn 26. júní 2023, en hún sakaði Albert um að hafa brotið á sér aðfaranótt sunnudagsins 25. júní. Þar var viðtal tekið við hana á biðstofunni og henni svo boðið að koma aftur daginn eftir.

Á þriðjudeginum var hringt í hana og henni boðið viðtal á miðvikudeginum. Ekki var framkvæmd líkamsskoðun á henni, heldur einungis tekið viðtal, þar sem hún hafði farið í sturtu. 

Skortur á gögnum

Albert var sýknaður af ákærunni í síðustu viku og í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ekki hafi verið hægt að komast að sekt eða sakleysi, meðal annars vegna þess að gögn skorti, þar með talið gögn úr líkamsskoðun.

„Það er ljóst að þarna varð misbrestur á þjónustu neyðarmóttökunnar. Ferlið okkar er með þeim hætti að fólk sem til okkar leitar fær samtal við hjúkrunarfræðing í einrúmi," segir Anne. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert