Þjófurinn þóttist vera Fríða Ísberg

Sunna Dís (til vinstri) og Fríða.
Sunna Dís (til vinstri) og Fríða. Samsett mynd/mbl.is/Arnþór/mbl.is/Hallur

Handritaþjófurinn Filippo Bernardini er aftur farinn að hrella íslenska rithöfunda líkt og hann gerði fyrir nokkrum árum. Sé þetta ekki sá hinn sami eru vinnubrögðin í það minnsta þau sömu og hann reynir að ná handritum í gegnum tölvupóstsamskipti þar sem hann villir á sér heimildir.

„Mér skilst að nú einbeiti hann sér að Evrópu en láti Bandaríkin eiga sig. Ég er alveg gáttuð á þessu og það hlýtur að fara svakalegur tími í þetta hjá honum. Ég hef áhyggjur af því að hann stefni í kulnun vegna starfsálags,“ segir Sunna Dís Másdóttir rithöfundur í léttum dúr en hún er að senda frá sér skáldsögu og Bernardini komst á snoðir um það.

„Hann skrifaði mér og þóttist vera Fríða Ísberg [rithöfundur]. Í tölvupóstinum segist „Fríða“ vera spennt að lesa bókina og biður mig um að senda sér handritið á pdf-skjali. En ég var löngu búin að senda Fríðu bókina þar sem hún las yfir fyrir mig áður en bókin fór til Forlagsins," segir Sunna Dís. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert