Veður fer hlýnandi

Spákortið á hádegi í dag.
Spákortið á hádegi í dag. Kort/mbl.is

Í dag er spáð norðaustan 5 til 13 metrum á sekúndu. Dálítil él verða norðaustan til og við norðvesturströndina, en yfirleitt þurrt annars staðar. Veður fer hlýnandi og verður hiti á bilinu 1 til 7 stig seinnipartinn, en um eða undir frostmarki norðaustanlands.

Heldur hvassara verður syðst á morgun. Rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið á Vesturlandi. Hiti verður á bilinu 0 til 8 stig yfir daginn, mildast sunnan heiða.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert