Borgarstjóri í Mexíkó og kennarar mótmæla

Meðal annars verða loftslagsbreytingar og tækniþróun til umræðu á ráðstefnunni …
Meðal annars verða loftslagsbreytingar og tækniþróun til umræðu á ráðstefnunni sem Einar sækir. Samsett mynd

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, er staddur í Mexíkóborg þessa stundina á ráðstefnu borgarstjóra, Bloomberg CityLab, og er því ekki viðstaddur fjölmenn mótmæli kennara fyrir utan ráðhús Reykjavíkur. 

Ferð Einars var kostuð af Aspen Institute í Bandaríkjunum og var kynnt í fundargerð borgarráðs 30. september. 

Kennarar hafa fjölmennt fyrir utan ráðhús Reykjavíkur til að mótmæla ummælum sem Einar lét falla á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. 

Einar á nýsköpunar verksmiðju

Í kynningu á ferð borgarstjóra, sem kynnt var í borgarráði nýlega, fylgir boðsbréf hans frá Michael R. Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra New York-borgar, á ráðstefnuna.

Boðbréfið segir ráðstefnuna, sem Einar sækir, bundna trúnaði og að hún sé einungis ætluð borgarstjórum. Þá er henni lýst sem nýsköpunarverksmiðju.

Þegar Dagur B. Eggertsson sat borgarstjórastólinn sótti hann fjölda viðburða á vegum Bloomberg-samtakanna og sótti eins árs borgarstjóranám á vegum Harvard og Bloomberg árið 2018 sem hann greindi frá í Morgunblaðinu fyrir skömmu.

Kennarar mótmæla við ráðhúsið í Reykjavík.
Kennarar mótmæla við ráðhúsið í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tæknilausnir til að ná til borgarbúa

Ráðstefnan sem Einar sækir er á vegum Aspen institute og Bloomberg CityLab og í bréfi Bloomberg segir að ráðstefnan í ár muni einblína á tæknilausnir til þess að gera borgarstjórum kleift að ná til borgarbúa og hafa áhrif á líf þeirra.

Meðal annars verða loftslagsbreytingar og tækniþróun til umræðu á ráðstefnunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert