Landsfundi Samfylkingar frestað

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, að loknum fundi með forseta Íslands …
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, að loknum fundi með forseta Íslands í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framkvæmdastjórn Samfylkingar kom saman í gær og ákvað að fresta landsfundi sem til stóð að halda í Reykjavík 15. og 16. nóvember.

„Mat framkvæmdastjórnar er að það sé best fyrir flokkinn, framgang okkar stefnu og þar með fólkið í landinu. Á næstu vikum verðum við að verja öllum okkar kröftum í kosningabaráttu og vinna saman sigur í kosningunum,“ segir í tilkynningu.

Í staðinn verður landsfundurinn líklega haldinn í mars eða apríl á næsta ári.

Efnt verður til flokksstjórnarfundar fyrir komandi alþingiskosningar til þess að staðfesta framboðslista flokksins, eins og jafnan er gert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert