Ráðherrann fær mest endurgreitt

Ólafur Darri Ólafsson í hlutverki sínu í þáttunum vinsælu.
Ólafur Darri Ólafsson í hlutverki sínu í þáttunum vinsælu.

Önnur þáttaröð af sjónvarpsþáttunum Ráðherrann, sem frumsýnd var á RÚV um síðustu helgi, fær hæstu endurgreiðslu vegna framleiðslukostnaðar í nýbirtu yfirliti á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Alls nemur endurgreiðsla kostnaðar vegna þáttanna ríflega 262 milljónum króna. Næsthæstu endurgreiðsluna fær önnur þáttaröð Svörtu sanda sem nú er sýnd á Stöð 2, 171 milljón króna.

Nýuppfært yfirlit um endurgreiðslur er það fyrsta sem er birt síðan í mars þegar endurgreiðsla vegna framleiðslu True ­Detect­ive í fyrra var greidd út. Nam sú endurgreiðsla ein rúmum fjórum milljörðum króna. Nú hafa verið samþykktar greiðslur upp á um það bil 3,4 milljarða til viðbótar vegna 26 verkefna. Þau eru öll íslensk utan eins.

Ekki er þó víst að framleiðslufyrirtækin sjái krónu á næstunni því tilkynnt var í ágúst að endurgreiðslusjóðurinn hefði þegar verið tæmdur. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert