Sjálfstæðismenn óska eftir framboðum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er orðuð við framboð í kjördæminu.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er orðuð við framboð í kjördæminu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálfstæðismenn í Suðvesturkjördæmi óska eftir framboðum á lista fyrir næstu alþingiskosningar sem væntanlega munu fara fram 30. nóvember. 

Þar kemur fram að val á framboðslista muni fara fram sunnudaginn 20. október. Þá kemur jafnframt fram að fullum trúnaði sé heitið. 

„Áhugasamir sendi formanni kjörnefndar, Árnínu Steinunni Kristjánsdóttir, framboð sitt sem allra fyrsta á netfangið arnina.steinunn@gmail.com,“ segir í tilkynningu. 

Eins og fram hefur komið er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ein þeirra sem nefnd hefur verið í tengslum við framboð í kjördæminu. 

Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason eru þingmenn flokksins úr kjördæminu á núverandi þingi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert