Bjarni tekur tvö ráðuneyti og Sigurður Ingi eitt

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar. Samsett mynd/mbl.is/Eggert

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks tekur við tveimur ráðuneytum og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar tekur við þriðja ráðuneytinu.

Þetta var tilkynnt að loknum fundi ríkisstjórnarinnar rétt í þessu.

Bjarni verður matvæla-, félags- og vinnumarkaðsráðherra, til viðbótar við embætti forsætisráðherra sem hann gegnir þegar.

Sigurður Ingi verður innviðaráðherra en hann er þegar ráðherra fjármála.

Taka þeir við embættunum eftir að þingflokkur Vinstri grænna ákvað að taka ekki þátt í þeirri starfsstjórn sem Halla Tómasdóttir forseti vildi að tæki við fram að kosningum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert