Hófu að tæma vegna upplýsinga frá forsætisráðuneytinu

Svandís Svavarsdóttir eftir ríkisstjórnarfundinn í dag. Í bakgrunni má sjá …
Svandís Svavarsdóttir eftir ríkisstjórnarfundinn í dag. Í bakgrunni má sjá Bjarna Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Eyþór

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði misvísandi upplýsingar frá ráðuneyti Bjarna Benediktssonar hafa leitt til þess að ráðherrar Vinstri grænna byrjuðu að tæma skrifstofur sínar í gær.

Svandís, Bjarkey Olsen og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gegna embættum ráðherra þar til ríkisráðsfundur verður haldinn, það er klukkan 18 á morgun. 

Óljós samskipti

„Það höfðu verið óljós samskipti á milli ráðuneyta. Forsætisráðuneytið náði að lokum utan um það hvað bæri að gera fyrst og hvað svo – að það þyrfti að ganga frá tillögum hér í gegnum ríkisstjórn, bæði er varðar þingrofið og það að biðjast lausnar,“ sagði Svandís 

Þannig að voru þetta upplýsingar sem þið fenguð frá forsætisráðuneytinu sem urðu til þess að þið hélduð að þessu væri lokið í gær?

„Ja, ég meina, það var bara augljóslega þannig að það voru misvísandi skilaboð sem komu til okkar í gær. En það breytir því ekki að tölvan mín er ennþá á borðinu, þannig að ég hef öll gögn. Alla pósta og allt svoleiðis, þó að dótið sé komið ofan í kassa.“

Svandís sagðist vera búin að skoða sig um í Smiðju þingsins, „og það verður bara spennandi að koma sér fyrir þar“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert