Mæta ráðherrar VG á ríkisstjórnarfund í dag?

Tveir af þremur ráðherrum VG eru Bjarkey Olsen og Svandís …
Tveir af þremur ráðherrum VG eru Bjarkey Olsen og Svandís Svavarsdóttir. Á myndina vantar Guðmund Inga Guðbrandsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórnarfundur verður haldinn í dag klukkan 16 og verður áhugavert að sjá hvort að ráðherrar Vinstri grænna mæti á fundinn. Þeir fengu fundarboð en hafa hafnað þátttöku í starfsstjórn. 

Sighvatur Arnmundsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, segir í samtali við mbl.is að allir ráðherrar hafi fengið fundarboð og líka ráðherrar VG. 

Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, varð í gær við lausnarbeiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og skipaði í kjölfarið starfsstjórn. 

Svandís útilokar þátttöku VG í starfsstjórn

Svandís Svavars­dótt­ir, formaður VG, lýsti því hins veg­ar yfir í gær að þing­flokk­ur VG myndi ekki taka þátt í starfs­stjórn­inni og ráðherr­ar flokks­ins yrðu frá og með deg­in­um í dag al­menn­ir þing­menn.

Ólaf­ur Þ. Harðar­son, pró­fess­or emer­it­us í stjórn­mála­fræði, sagðist í sam­tali við Morg­un­blaðið ekki þekkja nein dæmi um það í lýðveld­is­sög­unni að flokk­ar eða ein­stak­ir ráðherr­ar hefðu neitað því að sitja í starfs­stjórn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert