Óvenjumörg banaslys hér í ár

Blóm á vettvangi þar sem ung kona lést nýverið við …
Blóm á vettvangi þar sem ung kona lést nýverið við Sæbraut. mbl.is/Ólafur Árdal

Óvenjumargir hafa látist í slysum hér á landi það sem af er ári. Alls hefur nú 21 látið lífið í umferðarslysum, vinnuslysum og slysum í ferðaþjónustu, minnst fimm síðasta mánuðinn.

Karlmaður um sextugt lést í vinnuslysi í Stykkishólmi á föstudag. Þetta var fjórða vinnuslysið sem kostaði mannslíf á síðustu fjórum mánuðum en Samtök iðnaðarins hafa greint frá því að slysum á byggingarstöðum hafi fjölgað síðustu ár.

Í júní lést maður eftir vinnuslys á Akranesi og í ágúst lést karlmaður á fertugsaldri í Urriðaholti. Í september lést maður um fimmtugt eftir fall á byggingarsvæði í Árborg. Þá lést maður í Grindavík í janúar þar sem hann vann að sprungufyllingum.

Fréttir af dauðsföllum í umferðarslysum hafa borist reglulega í ár, síðast þegar kona á fertugsaldri lést við Sæbraut í Reykjavík. Nú er svo komið að ekki hafa látist fleiri í umferðinni það sem af er ári en síðustu sjö árin. 

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert