Rakt loft sem hefur strandað

Veðrið hefur verið rólegt í morgun.
Veðrið hefur verið rólegt í morgun. mbl.is/Hólmfríður

Þétt þoka liggur nú yfir höfuðborgarsvæðinu.

Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að rakt loft sem hafi strandað sé orsök hennar.

Hann segir að þokan hafi verið viðloðandi á höfuðborgarsvæðinu frá því í nótt og verði kannski eitthvað fram eftir morgni. Hann bendir þó á að það sé gott skyggni í Keflavík.

„Vantar einhvern vind“

„Það er mjög rólegt veður á landinu og það vantar einhvern vind til að ýta þessu í burtu,“ segir Teitur við mbl.is.

Hann segir að veðurútlitið fyrir það sem eftir er af vikunni sé alveg þokkalegt. Það verði hægur vindur á landinu í dag og á morgun en á föstudaginn komi austanátt með rigningu og ákveðnari vindi.

Veðurvefur mbl.is

Frá Hádegismóum í morgun.
Frá Hádegismóum í morgun. mbl.is/Hólmfríður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert