Ríkisráðsfundur klukkan 18 á morgun

Ríkisstjórnin kemur saman til fundar við forseta á Bessastöðum á …
Ríkisstjórnin kemur saman til fundar við forseta á Bessastöðum á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisráðsfundur verður haldinn klukkan 18 á morgun á Bessastöðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta. 

Þá mun ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins ljúka störfum og starfsstjórn tveggja síðarnefndu flokkanna taka við.

Skipta með sér ráðuneytum

Bjarni Benediktsson verður þá mat­væla-, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, til viðbót­ar við embætti for­sæt­is­ráðherra sem hann gegn­ir þegar.

Sig­urður Ingi verður innviðaráðherra en hann er þegar ráðherra fjár­mála.

Kosningar hafa verið boðaðar 30. nóvember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert