Sigþrúður vill setjast í sæti Óla Björns

Sigþrúður Ármann tilkynnir þetta skömmu eftir að Óli Björn sagðist …
Sigþrúður Ármann tilkynnir þetta skömmu eftir að Óli Björn sagðist ekki ætla að sækjast eftir endurkjöri. Samsett mynd

Sigþrúður Ármann, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér í 4. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Sigþrúður er 1. varaþingmaður í kjördæminu.

Hún greinir frá framboði sínu í fréttatilkynningu sem sendi frá sér nú fyrir skömmu, aðeins örfáum klukkustundum eftir að Óli Björn Kárason, sem átti 4. sætið í seinustu kosningum, tilkynnti að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri.

Í tilkynningunni segist Sigþrúður brenna fyrir málefnum atvinnulífsins. „Ég er fædd og uppalin í heimi viðskipta og er í dag framkvæmdastjóri auk þess að vera einn eiganda og stjórnarformaður harðfiskverkunar í Hafnarfirði.“

Hörð orrusta í Kraganum

Búast má við harðri orrustu meðal Sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum, sem er hálfgerður heimavöllur Sjálfstæðismanna.

Þór­dís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins og utanríkisráðherra, lýsti því yfir í dag að hún sækt­ist eft­ir 2. sæt­i í Kraganum. Í próf­kjör­inu mun hún því keppa við Jón Gunnarsson, þingmann og fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, sem hyggst einnig bjóða sig fram í 2. sæti.

Bú­ast má við því að Bjarni Bene­dikts­son, formaður og forsætisráðherra, sæk­ist eft­ir 1. sæti í kjör­dæm­inu.

Rósa Guðbjarts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar, seg­ist einnig íhug­a al­var­lega að bjóða sig fram á lista ­flokks­ins í kjör­dæm­inu, og þá of­ar­lega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert