Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti kjarasamninginn

Meginkrafa samninganefndar Eflingar var að tekið yrði á mönnunarvanda hjúkrunarheimilanna.
Meginkrafa samninganefndar Eflingar var að tekið yrði á mönnunarvanda hjúkrunarheimilanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félagar í Eflingu samþykktu kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) með yfirgnæfandi meirihluta. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. apríl og eiga samningsbundnar launahækkanir síðustu mánaðar að greiðast út næstu mánaðamót.

Atkvæðagreiðslunni lauk í gær en alls greiddu 93 atkvæði með samningnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu Eflingar.

Um er að ræða fyrsta sjálfstæða kjarasamninginn sem Efling gerir fyrir hönd félaga sem starfa á hjúkrunarheimilum. Áður hafa þeir fylgt kjarasamningum við ríkið.

„Meginkrafa samninganefndar Eflingar var að tekið yrði á mönnunarvanda hjúkrunarheimilanna. Kjarasamningnum fylgdi samkomulag við stjórnvöld sem skuldbindur þau til að bregðast við og leggja fram lausnir þar á eigi síðar en 1. apríl næstkomandi. Verði ekki staðið við það samkomulag er Eflingu heimilt að segja samningnum upp,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert