Atkvæðagreiðsla um verkfall hafin í öðrum skóla

Kennarar í framhaldsskóla greiða atkvæði um verkfall.
Kennarar í framhaldsskóla greiða atkvæði um verkfall. mbl.is/Þórður Arnar

Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun er hafin í tíunda skólanum. Um er að ræða framhaldsskóla en þegar hafa kennarar í níu öðrum skólum, þar af einum framhaldsskóla, samþykkt að leggja niður störf 29. október.

Þá er ekki ólíklegt að fleiri kennarar verði beðnir um að taka afstöðu um verkfall innan tíðar.

Þetta kemur fram í grein Jónínu Hauksdóttur, varaformanns Kennarasambands Íslands, á vef sambandsins.

Verkfallsaðgerðir verða almennt tímabundnar en ótímabundnar í leikskólum.

Áður hafði verið greint frá því að kennarar í öðrum skóla væru hugsanlega að undirbúa verkfallsaðgerðir. 

Mikil samstaða um verkfallsaðgerðir

Ekki er tilgreint í hvaða framhaldsskóla kennararnir eru sem greiða nú atkvæði um verkfallsaðgerðir.

Hefur KÍ fram að þessu aðeins greint frá nafni skólanna þegar verkfallsaðgerðir hafa verið samþykktar. 

Ekki kemur fram í greininni hvenær búast má við niðurstöðum úr atkvæðagreiðslunni. Mikil samstaða hefur verið um verkfallsaðgerðirnar meðal kennara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert