Rósa tekur slaginn

Rósa Guðbjartsdóttir.
Rósa Guðbjartsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rósu.

„Eftir að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði í rúm 10 ár og átt þannig þátt í því að koma flokknum í meirihluta í bæjarstjórn eftir langt hlé, vil ég leggja mitt af mörkum til að tryggja Sjálfstæðisflokknum glæsilegan árangur í komandi kosningum.

Ég tel að mín reynsla sem bæjarfulltrúi í 18 ár, formaður bæjarráðs og bæjarstjóri í rúm 6 ár, muni nýtast vel í landsmálunum. Mín störf sýna að ég hef fylgt grundvallarhugsjónum sjálfstæðisstefnunnar af einurð sem birtist meðal annars í ábyrgri fjármálastjórn, frelsi til athafna, skattalækkunum, skilningi á því að velferð sé ekki tryggð nema með öflugu atvinnulífi og virðingu fyrir skattfé almennings,“ segir í tilkynningunni frá Rósu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert