Þórunn vill halda oddvitasætinu

Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórunn Sveinbjarnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sækist eftir forystusæti á framboðslista flokksins í kjördæminu í komandi þingkosningum.

Þórunn staðfesti þetta við mbl.is í morgun en hún leiddi lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í kosningunum árið 2021.

Þórunn er varaformaður þingflokksins og sat á Alþingi á árunum 1999-2003, 2003-2011 og síðan frá 2021. Hún var umhverfisráðherra á árunum 2007 til 2009 og var formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2010-2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert