Verstu dagarnir eins og í faraldrinum

Breytingar á gjaldtöku bílastæða og ný strætóstoppistöð hafa valdið tekjutapi …
Breytingar á gjaldtöku bílastæða og ný strætóstoppistöð hafa valdið tekjutapi hjá 190 ára gömlu fyrirtæki undanfarin tvö ár. mbl.is/Eyþór

„Vandamálið byrjaði í október 2022 þegar Reykjavíkurborg breytti bílastæðunum í gjaldsvæði 3 og á þeim svæðum er frítt um helgar, sem þýðir að bílum er lagt hér á föstudagskvöldi og þeir eru ekki hreyfðir fyrr en á mánudegi.

Verstu dagarnir hér eru eins og í faraldrinum og þá er mikið sagt,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakaríi á Klapparstíg 3.

Löng bið eftir merkingum

Hann segir að vandinn hafi svo aukist í mars síðastliðnum þegar 72 bílastæði hurfu undir strætóstoppistöð, þegar stöðin á Hlemmi var lögð niður vegna borgarlínu og hún flutt á Skúlagötu.

„Það eru yfir 130 íbúðir í húsinu og þetta er vinsælt hús fyrir eldri borgara. Nú er staðan þannig að ekkert bílastæði er fyrir gesti hússins og hjúkrunarfólk á í erfiðleikum með að sinna öldruðum.“

Ofan á þetta bætist að unnið er að endurbótum á húsinu og verktakinn sem þar er að störfum tekur til sín fjölda stæða.

„Ég kvartaði yfir þessu ástandi við Dóru Björk Guðjónsdóttur formann skipulagsráðs. Hún svaraði mér strax og lofaði að veita heimild fyrir skammtímastæðum, en það tók borgina fjóra mánuði að merkja stæðin. Það var ekki fyrr en ég var kominn með lögfræðing í málið að eitthvað fór að gerast. Borgin kom svo loksins í gær eftir fjögurra mánaða bið og setti hér upp tvö skammtímastæði fyrir utan, þar sem bannað er að skilja bíla eftir lengur en í 15 mínútur,“ segir Sigurður.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert