Dóra Björt vill á Alþingi

Dóra Björt Guðjónsdóttir býður sig fram.
Dóra Björt Guðjónsdóttir býður sig fram. mbl.is/María Matthíasdóttir

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, ætlar að gefa kost á sér til forystu Pírata á Alþingi. Dóra býður sig fram í Reykjavík. 

Frá þessu greinir hún á Facebook. 

„Ég hef verið í forystuhlutverki við stjórnun Reykjavíkur síðustu tvö kjörtímabil sem oddviti Pírata í borgarstjórn og leitt Pírata tvisvar til kosningasigurs, nú síðast með 50% fylgisaukningu. Þá hef ég tvisvar náð samningum um meirihluta og meirihlutasáttmála fjögurra flokka þar sem okkar verkefnum og áherslum var gert hátt undir höfði og við fengum mikilvæg hlutverk til að fylgja þeim eftir. Ég hef gegnt formennsku í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, formennsku í umhverfis- og skipulagsráði, stjórnarformennsku í Strætó bs. og var yngsti kjörni forseti borgarstjórnar til að taka sæti svo dæmi séu tekin um þau hlutverk sem ég hef gegnt,“ skrifar Dóra. 

Hún kveðst stolt af sínum verkum fyrir Pírata og segist hafa lagt allt sitt í sín störf fyrir flokkinn og borgarbúa síðustu ár til að skapa réttlátara, grænna og nútímalegra borgarsamfélag. 

„Nú býð ég mína krafta fram til að skapa réttlátara, grænna og nútímalegra Ísland,“ skrifar hún að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert