Gular viðvaranir í dag

Vindaspá í kvöld.
Vindaspá í kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Gular viðvaranir vegna veðurs taka gild í dag á Suðausturlandi og Vestfjörðum. Er annars vegar varað við suðaustan hvassviðri eða stormi og hins vegar norðan hríð.

Á Suðausturlandi er varað við norðaustan átt 15-25 m/s. Verður hvassast sunnan- og vestan undir Öræfajökli þar sem vindhviður geta orðið mjög snarpar.

Getur vindur orðið varasamur fyrir ökutæki.

Gul viðvörun tekur að öllu óbreyttu gildi klukkan ellefu fyrir hádegi í þeim landshluta og verður viðvarandi til klukkan 19 í kvöld.

Erfið akstursskilyrði

Á Vestfjörðum er varað við norðan hríð 13-20 m/s. Rigning verður á láglendi en snjókoma á heiðum og til fjalla. 

Akstursskilyrði verða erfið og jafnvel ófærð á fjallavegum.

Gul viðvörun tekur gildi klukkan 18 og verður til klukkan eitt í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert