Maskína: Samfylkingin tapar þremur prósentustigum

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eyþór

Samfylkingin dalar um rúmlega þrjú prósentustig á milli mánaða í nýrri könnun Maskínu en mælist áfram með mesta fylgið. Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn styrkja sig. Píratar eiga í hættu á að falla af þingi.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem Vísir greindi frá.

Samfylkingin mælist með 21,9% fylgi á sama tíma og Miðflokkurinn mælist með 17% fylgi. Í september mældist Samfylkingin með 25% fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 14,1% fylgi en mældist með 13,4% fylgi undir lok september hjá Maskínu.

Viðreisn sækir í sig veðrið

Viðreisn er með 13,5% fylgi en mældist með 11,3% fylgi í september og bætir því ágætlega við sig.

Framsókn mælist með 8% fylgi á sama tíma og Flokkur fólksins mælist með 7,3% fylgi.

Þrír flokkar rétt ná inn á þing en það er Sósíalistar, Píratar og Vinstri grænir sem mælast með 5,1-5,2% fylgi. Píratar mældust með 8,5% fylgi í könnun Maskínu í september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert