Foreldrar sóttu börn á lögreglustöð

Lögreglustöðin á Hverfisgötu.
Lögreglustöðin á Hverfisgötu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkrir foreldrar þurftu að sækja börn sín á lögreglustöð í nótt þar sem börn þeirra höfðu ekki aldur til að vera í miðbænum auk þess að vera undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu á höfuðborgarsvæðinu.

Segir þar að lögreglan hafi sinnt virku eftirliti með ungmennum undir aldri í miðbænum í nótt. Ekki eru gefnar nánari upplýsingar um málsatvik.

Með heimatilbúið vopn

Einn var handtekinn í miðbænum með kylfu og heimatilbúið vopn.

Hann var fluttur á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekinn af honum vegna málsins.

Þá var annar einstaklingur handtekinn í miðbænum fyrir að hafa slegið mann í andlitið með glasi.

Árásarmaðurinn var vistaður í fangaklefa og árásarþoli fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert