Myndir: Félag íslenskra gullsmiða 100 ára

Félagið er eitt elsta fagfélag landsins.
Félagið er eitt elsta fagfélag landsins. mbl.is/Ólafur Árdal

Félag íslenskra gullsmiða fagnaði í gær hundrað ára afmæli. Félagið var stofnað 19. október 1924 og er eitt elsta fagfélag landsins. 

Í samtali við mbl.is segir Arna Arnarsdóttir, formaður Félags íslenskra gullsmiða, að félagið hafi fagnað afmælinu yfir allt árið en því hafi verið fagnað sérstaklega á stofndegi félagsins.

Í tilefni dagsins var sett niður gangstéttarhella með merki félagsins og stofndegi við Laugaveg 35 þar sem fyrsti fundur félagsins var haldinn. Auk þess opnaði félagið sýningu í Norræna húsinu þar sem verk danska gullsmiðsins Gitte Björn eru til sýnis og er sýningin opin almenningi til 1. nóvember. 

Arna segir að vel hafi verið mætt á viðburðina og að félagsmenn hafi verið einstaklega ánægðir með daginn. 

Félgið hefur fagnar afmælinu yfir allt árið.
Félgið hefur fagnar afmælinu yfir allt árið. mbl.is/Ólafur Árdal
Hella til minnjar stofnun Félags Íslenskra Gullsmiða sýnd við athöfn …
Hella til minnjar stofnun Félags Íslenskra Gullsmiða sýnd við athöfn við Laugarveg 35. mbl.is/Ólafur Árdal
Félagsmenn eru um 100 talsins.
Félagsmenn eru um 100 talsins. mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is/Ólafur Árdal
Ólafur Árdal
mbl.is/Ólafur Árdal







mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert