Niðurstaða komin í skelfikerakeppnina

Þetta grasker þótti það skelfilegasta í keppninni.
Þetta grasker þótti það skelfilegasta í keppninni. Ljósmynd/aðsend

Alls bárust 40 skelfileg útskorin grasker í keppni sem voru til sýnis í Krónunni um helgina. Taka ber fram að graskerin voru ekki skelfilega illa skorin, heldur höfðu þau yfirbragð sem var allt hið skelfilegasta líkt og markmiðið er þegar sjálf Hrekkjavakan er á næsta leyti.  

Verðlaun voru veitt fyrir skelfilegasta graskerið í verslun Krónunnar í Lindum í dag. Sigurvegarinn var Alexandra Rán Viðarsdóttir og hlaut hún 100 þúsund krónur í inneign í verslunum Krónunnar í verðlaun. Þótti grasker Alexöndru einstaklega vel útfært; listilega skorið út, frumlegt og ná því að vera eitt af því skelfilegasta um leið.  

Fjölskylduverkefni 

Útfærslurnar voru mjög fjölbreyttar og greinilegt að hugmyndaflugið fékk að leika lausum hala hjá þátttakendum. Hafði fólk á orði að þetta væri mjög skemmtilegt fjölskylduverkefni, að sitja saman við útskurð og skreytingar á graskerum. 

Graskerin voru til sýnis í verslunum Krónunnar.
Graskerin voru til sýnis í verslunum Krónunnar. Ljósmynd/Aðsend

Í öðru sæti var Edda Pétursdóttir, sem fékk 50 þúsund króna inneign, og í þriðja sæti var Unda Brauna og hlýtur 25 þúsund krónur í verðlaun. Samúel Már Kristinsson þótti hafa skorið út frumlegasta graskerfið og fékk 15 þúsund krónur í verðlaun. 

Sigurvegarar í keppninni stilltu sér upp.
Sigurvegarar í keppninni stilltu sér upp. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert