Það þarf að beita sér á réttan hátt

Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari og einn eigenda Sjúkraþjálfunar Reykjavíkur.
Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari og einn eigenda Sjúkraþjálfunar Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er mjög mikil eftirspurn eftir endurhæfingu, þjálfun og almennri lýðheilsu í þjóðfélaginu í dag,“ segir Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari og einn eigenda Sjúkraþjálfunar Reykjavíkur, en í gær stækkaði fyrirtækið og jók við þjónustuna þegar opnuð var Afreksmiðstöð Reykjavíkur á efstu hæð sama húss á Fiskislóð 1.

„Við erum mjög spennt fyrir þessari viðbót, því auk þess að fá meira rými fyrir starfsemina erum við með aðstöðu fyrir fyrirlestrahald og kennslu um hvers konar þjálfun fyrir mismunandi hópa eins og einstaklinga með ADHD, íþróttafólk, þjálfara, fólk með stoðkerfiseinkenni og eldra fólk sem vill huga að heilsu sinni til framtíðar.“

Ný tæki nýta gervigreind

„Við erum með alveg ný tæki í Afreksmiðstöðinni sem heita Alphatek og eru splunkuný á markaðnum og við kynntumst bara fyrr á árinu á ráðstefnu,“ segir Gauti, sem segir nýju tækin mjög öflug greiningartæki sem bjóði upp á fjölmarga möguleika við að hanna einstaklingsmiðaða meðferð.

„Tækin eru algjörlega byggð á gervigreind sem greinir hreyfingar, jafnvægi, kraft og fjöðrun einstaklingsins og upplýsingar úr tækinu eru sendar á sekúndubroti til móðurtölvu sem er í London og við fáum allar upplýsingar um leið. Þannig er hægt að sérsníða meðferð fyrir einstaklinga sem er byggð á nákvæmum upplýsingum um hvernig þeir beita sér og hvað þarf að laga.“

Gauti segir nýju tækin mjög öfluga greiningartæki sem bjóði upp …
Gauti segir nýju tækin mjög öfluga greiningartæki sem bjóði upp á fjölmarga möguleika við að hanna einstaklingsmiðaða meðferð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert