Hvasst og snjókoma á Norður- og Austurlandi

Öxnadalsheiði. Líkur eru á að færð geti spillst, einkum á …
Öxnadalsheiði. Líkur eru á að færð geti spillst, einkum á fjallvegum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Allhvöss eða hvöss norðvestanátt verður á Norðaustur- og Austurlandi með snjókomu. Líkur eru á að færð geti spillst, einkum á fjallvegum. Lægir og léttir til á þessum slóðum eftir hádegi.

Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspáin er annars á þann veg að í dag verður fremur hæg breytileg átt og bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Norðvestan 13 til 20 metrar á sekúndu og dálítil él verða austanlands, en lægir og léttir til þar síðdegis. Hiti verður í kringum frostmark.

Hvessir með suðurströndinni í kvöld með rigningu eða slyddu.

Á morgun verður austlæg átt og 5-13 m/s. Dálítil væta verður á sunnanverðu landinu, en lengst af þurrt norðan til. Rigning verður víða um land seinnipartinn og hiti 2 til 8 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert