Reyndi að komast undan og velti bílnum

Ökumaðurinn var stöðvaður, grunaður um ölvun við akstur.
Ökumaðurinn var stöðvaður, grunaður um ölvun við akstur. Ljósmynd/Colourbox

Ökumaður var stöðvaður í akstri í hverfi 104 í Reykjavík, grunaður um ölvun við akstur.

Hann reyndi að komast undan lögreglu en endaði utan vegar og velti bifreiðinni. Engin slys urðu á fólki og var maðurinn vistaður í fangageymslu.

Tilkynnt var um líkamsárás í Breiðholti. Gerandinn er óþekktur. Meiðsli voru minniháttar.

Stolið úr verslunum

Tilkynnt var um tvo þjófnaði úr verslun í hverfi 220 í Hafnarfirði. Málið var afgreitt á vettvangi í báðum tilfellum.

Einnig var tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 201 í Kópavogi. Málið var afgreitt á vettvangi, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Alls eru 63 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu.

Eignaspjöll í miðbænum

Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur fyrir minniháttar eignaspjöll. Hann var vistaður í fangaklefa vegna ástands.

Ökumaður var stöðvaður við akstur í hverfi 104. Við skoðun kom í ljós að hann hafði aldrei öðlast ökurétttindi. Málið var afgreitt með sekt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert