Þorleifur stóð síðastur uppi á Íslandi

Þorleifur býr sig hér undir hring númer 53.
Þorleifur býr sig hér undir hring númer 53. mbl.is/Egill Aaron

Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í Elliðaárdalnum þar sem Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum var haldið.

Hann hljóp 62 hringi, eða 415,4 km, og endurheimti þar með Íslandsmetið. Hann lauk hlaupinu á öðrum tímanum í nótt.

Fimmtán keppendur tóku þátt á Íslandi. Þær Marlena Radziszewska og Elísa Kristinsdóttir voru næstsíðastar til að ljúka keppni.

Keppnin hófst á hádegi á laugardaginn. Höfðu keppendur klukkustund til að hlaupa 6,7 km. Þeir sem ekki komust vegalengdina innan þess tímaramma voru dæmdir úr leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert