VG hefur stillt upp í Kraganum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Eva Dögg Davíðsdóttir og Paola Cardenas.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Eva Dögg Davíðsdóttir og Paola Cardenas. Samsett mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG, mun leiða flokkinn í Kraganum ef tillaga uppstillingarnefndar verður samþykkt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VG. 

Guðmundur Ingi var einnig oddviti listans fyrir síðustu kosningar. 

Samkvæmt tillögunni mun Eva Dögg Davíðsdóttir skipta um kjördæmi og verma annað sætið á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Eva Dögg sat um skamma stund á þingi eftir að Katrín Jakobsdóttir hætti í stjórnmálum í apríl síðastliðnum. 

Þá leggur uppstillinganefnd til að Paola Cardenas, lektor félagsráðgjafadeildar við Háskóla Íslands og sálfræðingur og teymisstjóri hjá Barnahúsi, skipi þriðja sætið. Hún hefur verið formaður Innflytjendaráðs frá árinu 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert